Upp á bak góða mín...


  
 

Eldri dama gengur inn í Gull og Silfur á Laugavegi og fer að skoða í kring um sig í rólegheitunum.

 
Hún sér gríðarlega fallegt demantaarmband og gengur að sýningaborðinu til að skoða það nánar.

 
Þegar hún svo beygir sig yfir borðið til að sjá betur, prumpar hún óvart.

Hún fer mjög hjá sér og lýtur vandræðaleg kringum sig til að athuga hvort nokkur hafi tekið eftir þessu litla slysi hennar og vonar jafnframt að það komi ekki einhver sölumaður akkúrat meðan lyktin svífur um hana.

 
Hún snýr sér varlega við og til að fullkomna martröðina, stendur ekki bara sölumaður beint fyrir aftan hana !?

 
 
Svellkaldur sölumaðurinn sýnir fullkomna fagmennsku þegar hann heilsar eldri dömunni og spyr hvort hann getir aðstoðað hana á einhvern hátt?

 
 
Mjög vandræðaleg, vonar sú gamla að sölumaðurinn hafi ekki staðið fyrir aftan hana einmitt á þessu viðkvæma augnabliki rétt áður, spyr hún, hvað kostar svo þetta fallega demantaarmband?

 
 
Hann svarar,

 
Kæra frú, ef að þú prumpaðir bara yfir því að líta á það, áttu eftir að skíta upp á bak þegar þú heyrir verðið !!
 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband