Agaleg blogg leti....

...eða hvað.....???.......

Það er nú alveg spurning leti eða annir en mér finnst það frekar vera annir sem gera það að verkum að það er ekki settur niður stafur hérna.Það er nú nóg að gera á stóru heimili,stelpurnar láta nú alveg finna fyrir sér enda þrjá og á sama aldri þannig að það er oft hamagangur á hóli eða þannig.Það er söngur,grátur,klögur og slagur allt í bland..úff...það er ekkert skrítið að maður sé farin að grána...hehe...eða þannig eða skyldi aldurinn vera farinn að segja til sín,ég veit það svei mér ekki.Allavega þegar það það bætist ofan á fulla vinnu líka þá er maður stundum bara alveg brunnin upp á kvöldin.Af öðru er það að segja að Sundlaugin okkar opnaði aftur í dag eftir breytingar og er ekkert smá flott að sjá þar en það er búið að setja upp rennibrautir nýja potta og stóra barnalaug,leggja nýtt efni á bakkana og gera þetta allt voða huggulegt og fínt enda var aðsóknin í alveg rosalega góð,allir að renna sér og busla.Síðan var Landmót hestamanna sett í dag á Gaddstaðaflötum hér á Hellu og er búist við að það mæti milli 10 og 15 þúsund manns á það,það er enginn smá fjöldi en í dag var verið halda að það væru komnir á milli 2 og 3 þúsund manns á svæðið sjálft sem hlýtur bara að vera nokkuð gott svo á fyrsta degi.Það er líka engin smá breyting á svæðinu og flott umgjörð um þetta allt saman.Á þessari slóð http://landsmot.is/  getið þið skoðað hvað er í boði á svæðini

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég fór inn á síðuna og þetta er bara virkilega flott...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.6.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband