Agnes Ólöf Thorarensen

Ég er fædd á því herrans ári 1966 þann 5.október á Fæðingarheimilinu í Reykjavík.Ég á ættir mínar að rékja til Vestmannaeyja í föðurætt og er af Grafaættinni þar en í móðurætt er ég ættuð úr Árneshrepp á Stöndum nánar tiltekið frá Gjögri og er þar að leiðandi af Thorarensenætt eins og eftirnafn mitt gefur til kynna.Tæplega árs gömul fluttist ég austur í Landeyjar og ólst þar upp með fjórum yngri systkynum.Tæplega 16 ára gömul flutti ég að heiman norður á Akureyri og bjó það í 2 ár ásamt því að eignast frumburðinn minn sem er orðin 28 ára og harð gift kona og sveinn í hágreiðslu og klárar  svo vonandi stúdentin á komandi vori,ekkert smá dugleg stelpa þar á ferð .Fluttist svo suður aftur og hef búið á Hellu í rúm 27 ár.Gerði rúmlega 20 ára hlé á barneignum en ákvað svo að þetta dygði ekki og skellti mér í þær aftur hart að fertugu og eignaðist þrjár stelpur með 16 mánaða millibili,tvíburana Jónu Kristínu og Svandísi Ósk 11.janúar 2004 og svo Önnu Lísu 10.maí 2005 og nú er ég hætt..... ...hehe...og nei..ég ætla ekki að reyna að búa til strák,ég kann það ekki...hehe.. .....og svo á eina yndislega stjúpdóttur sem er 23.ára.Ég hef nánast alla mína starfsævi unnið við verslun og þjónustu og starfa núna í dag hjá Lyf og heilsu,lyfjaútibúi hér á Hellu og líkar það mjög vel.Vonandi eru þið einhvers vísari um mig eftir þessa lesningu.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Agnes Ólöf Óskarsd. Thorarensen

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband