Smá pælingar og nöldur...

Fyrir um þremur vikum eða rétt áður en handboltaliðið okkar fór að tapa öllum leikjunum eða flestum þeirra var hringt hingað heim til mín frá Stöð 2 og mér boðið að bæta við áskrift mína og taka inn Sýn í tvö mánuði.Ég er nú engin sérstakur boltaunnandi en húsbóndinn á heimilinu hefur gaman af handboltanum svo ég tali nú ekki um landsleikjum.Jæja..ég fór nú að spá í þetta við strákinn sem hékk hinu meginn á tólinu (sko símtólinu)og lét hann vita að okkur litist bara vel á þetta,þá var farið að spá í greiðslu en hann lét mig vita það að það væri ekki hægt að borga þetta öðruvísi en með kreditkorti...ok..það var ekkert mál að minni hálfu en þá spyr hann mig hvort að kortanúmerið mitt sé ekki hjá þeim vegna áskriftarinnar af Stöð2.Nei,ég sagði honum að ég væri með hana í greiðsluþjónustu hjá bankanum mínum.Þá varð svona löng þögn í símanum og ég heyrði einhvert skvaldur bakatil en svo kom hann aftur og við mig að þetta gengi ekki svonaWoundering....Ha..????...Af hverju ekki spurði ég..?Þá sagði hann mér að þetta væri bara ætla þeim sem borguðu áskriftina af Stöð2 með VISA eða EUOROCARD.Ég hváði nú bara og spurði hann hvort hann væri að meina þetta og hann játti því sagði að þetta væri eingöngu ætlað áskrifendum sem greiddu með kreditkortum.Ég þakkaði honum bara pent og sagði honum það að ég ætlaði nú ekki að fara breita greiðslutilhögun minni fyrir þessa tvö mánuði og þar við sat og kallinn minn fékk enga Sýn.En spurning mín er sú...Hvað með okkur þessa föstu gömlu viðskiptavini sem erum búnir að vera áskrifendur nánast frá upphafi ??Jú við erum örugglega flest öll skráð í M12 tilboðsklúbbinn þeirra en hvernig er hann að nýtast okkur úti á landsbyggðinni,hann er allavega að nýtast mér frekar illa og ég hefði nú haldið að greiðsla í gegnum greiðsluþjónustu væri nánast eins og að greiða með kreditkorti.Svo til að toppa alla vitleysuna var hringt tveimur kvöldum síðar og mér var boðin áskrift af Gestgjafanum sem er hið besta blað og ekkert annað en gott um það að segja en þannig vill bara til að ég er áskrifandi af því blaði..hehe..og sagði stúlkunni það og spurði hana hvort hún væri að reyna að selja mér tvöfalda áskrift..(stóðst það bara ekki..hehe..Halo )þá sagði hún að hún væri greinilega ekki með nógu góðar upplýsingar hjá sér..arg...Angry...ég varð nú hálf pist því það er alltaf verið að hringja og bjóða manni hálfan heiminn og það alltaf á matmálstímum þegar maður er með börnin öskrandi og gargandi bæði orðin svöng og þreytt..alveg óþolandi með öllu..AngryHvað finnst ykkur  þarna úti um þessar pælingar,er þetta bara nöldur í mér eða hvað..??

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Þetta er sko mikið rétt hjá þér,ég verð alltaf ofur fúl þegar þessir sölumenn eru að hringja urrr

Guðný Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 00:53

2 identicon

Fyndið! ég þoldi einmitt ekki þessa símasölumennsku og alltaf þegar ég var að horfa á eitthvað gott í sjónvarpinu, kannski er ég bara sjónvarpssjúklingur en nema hvað, ég lét merkja okkur í símaskránni og í meira en ár á eftir hrundi yfir okkur þvílíka fárinu af hringingum að það var eins og merkið væri ögrun fyrir alla sölumenn. Nú er kominn á heilagur friður, sjö níu þrettán.

en það tók mikið vesen og mörg önug svör frá minni hálfu þar sem ég benti ítrekað á rauða merkingu í símaskrá.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:15

3 identicon

Kreditkortasvindlið, já.  Ástæðan fyrir því að mörg stór fyrirtæki gera þetta svona (og sérstaklega tímarit um allan heim) er að þeim er heimilt að vera með einhverjar klásúlur í örsmáu letri í samningunum sem gera þeim kleift að endurnýja áskriftina sjálfkrafa "for your convenience".  Yfirleitt þarf svo að muna að segja upp dæminu meira en mánuði en þeir myndu endurnýja, annars "er það ekki hægt".

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband