Rólegheit og afslöppun..

Það er ekki hægt að segja annað en það séu rólegheit og afslöppun þessa dagana.Skruppum á Skírdag í Hveragerði með stelpurnar og kíktum í Eden og leyfðum þeim að fara nokkra hringi í tækjunum þar.Það var ný búið að opna eftir vetrarlokunina.Það er mikil breyting orðin á staðnum,mér finnst hann ekki svipur frá sjón eftir að Bragi heitinn seldi.Það er eins og staðurinn hafi misst sálina og þar að leiðandi ekki eins notalegt að koma þarna sem er alveg synd.Annars leikur sólin við okkur sunnlendinga þessa dagana en það er frekar kalt.Ungviðið heldur nú varla vatni yfir páskaeggjapælingum   en ég vona svo sannarlega að eggin verði ekki eins mörg og í fyrra eða 19 talsins það var nú full mikið af því góða enda var verið að éta páskaegg langt fram eftir ári  alveg hrikalegt.Svo er þetta hefðbundna hjá manni eða söngur í Þykkvabæjarkirkju á Páskadagsmorgun kl 8 og Oddakirkju kl 11 en einum messusöngnum lukum við á Skírdagskvöld og ekki var nú messusóknin beysin,örfá fermingarbörn með aðstandendum sínum.Læt þetta duga að sinni og óska ykkur öllum Gleðilegra páska.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gleðilega Páska

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.3.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband