Það er nú svo........

VOG 23. september - 22. október
Tilfinningar valda misskilningi víða í dag, en ekki hjá voginni. Notaðu innsæi þitt til þess að stjórna og beina tilfinningunum í þá átt að skapa betri framtíð
.

um merkin

EINKENNI
Lykilorð: Jafnvægi
Pláneta: Venus
Höfuðskeppna: Loft
Litur: Ljóslár
Málmur: Kopar
Steinar: Lapis lazuli, rósarkvarts
Líkamshluti: Nýru
Frægar vogir John Lennon, Julio Iglesias, Doris Lessing, Cervantes, Tim Robbins, Silja Aðalsteinsdóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson, Bera Nordal, Ben Gurion og Buster Keaton.
VOG VOG
Vogir vekja oft rómantískar tilfinningar og þykja kynþokkafullar, enda klæða þær sig oft djarflega og tælandi. Einna mest áberandi í fari þeirra er þó hvað þær eru blátt áfram og óþvingaðar, enda er Vogin merki félagslegra samskipta. Þær eru gæddar miklum persónutöfrum en eru oft dular og vilja ekki bera vandamál sín á torg og þær eiga líka oft erfitt með að taka ákvarðanir. Engu að síður er þeim mikið í mun að ná markmiðum sínum, hvort sem það er félagslega eða í samböndum, t.d. hjónabandi. Vogin er í eðli sínu diplómatísk og mikill sáttasemjari og á auðvelt með að lægja öldur. Vogir hafa sterka réttlætiskennd, en þola illa háværar deilur og ósamlyndi af öllu tagi. Þær vilja mjög gjarnan fá að vita að þær séu mikils metnar og eiga bágt með að vera einar. Þess vegna velja þær sér oft störf, þar sem mannleg samskipti eru í fyrirrúmi, og Vogin nýtur sín einkar vel í opinberu starfi. Voginni hættir til að gera öðrum hærra undir höfði en sjálfri sér og mætti gjarnan tileinka sér meiri sjálfsþekkingu og ýtni, ekki síst ef hún ætlar að ná frægð og frama.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Við vogirnar erum bestar,  ég á bæði Lapis lazuli og rósakvars. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.9.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband