Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Langar að benda ykkur á......

.....feiknarlega skemmtilegan penna ef þið hafið ekki rekist á hann.Maður getur sko alveg velst um af hlátri af skrifum hans.Hér fyrir neðan er ein af hans svo mjög skemmtilegu færslum en aðal persónan í þeirri frásögn er minn ástkæri móðurbróðir Ólafur Thorarensen frá Gjögri í Árneshrepp á Ströndum.

http://tolliagustar.blog.is/blog/tolliagustar/entry/717674/


Jemundur minnn.....

.....bara í sleik á almanna færi......SEKTA ÞAU......hehe...
mbl.is Sáust kyssast og knúsast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má nú á milli vera.......!!!!!!!!

 
Það er sagt að maður eigi að borða eitt epli daglega útaf járninu og
einn banana til að fá kalíum
 
Líka eina appelsínu, útaf c-vítamíninu og einn bolla af grænu te án
sykurs, til að forðast sykursýki. Svo má ekki gleyma lýsinu sem er
náttúrulega allra meina bót.
 
Drekka tvo lítra af vatni alla daga (Já, og síðan að pissa því, sem
tekur tvöfaldan tímann sem það tók að drekka það)
Á hverjum degi borða jógúrt og eitt skot af LGG út af gerlunum sem
enginn skilur hvað gera, en ef þú færð ekki eina og hálfa milljón á dag
mun það hafa skelfilegar heilsufarslegar afleiðingar.
 
Daglega taka inn eina aspirín til að koma í veg fyrir hjartaáfall, og
drekka eitt rauðvínsglas í sama tilgangi.
Og annað hvítt fyrir taugakerfið.
Og einn bjór, sem ég man ekki hvaða gagn á að gera.
Ef þú færð þér þetta allt í einu, skaltu gæta þess að eiga einn Red
Bull ísskápnum til að drekka daginn eftir, nema náttúrulega ef þú ert þá
búinn að fá heilablóðfall. Ef það gerist, muntu ekki taka eftir því.
Daglega borða trefjar. Mikið, mjög mikið af trefjum. Þar til þú kúkar
heilli peysu. Það á að borða fjórar til sex máltíðir á dag, hollar,
fitulitlar máltíðir og ekki gleyma að tyggja hvern munnbita hundrað
sinnum.
Með smá útreikningi er ljóst að það tekur þig um fimm klukkustundir á
dag að borða.
 
Ó, og síðan má ekki gleyma að bursta tennurnar eftir hverja máltíð.
 
Á eftir jógúrtinu og trefjunum, tannbursta ; á eftir eplinu, tannbursta
; á eftir banananum, tannbursta ...
Og á meðan þú ert á annað borð með tennur máttu ekki gleyma
tannþræðinum og munnskolinu með tilheyrandi gurgli.
Best að stækka baðherbergið og setja þar inn hljómflutningstækin þín,
því þar áttu eftir að dvelja drjúgan tíma: vatnsþambið, trefjarnar,
tennurnar...
 
Síðan á að sofa í átta stundir og vinna aðrar átta plús þessar fimm sem
fara í að borða. Þetta gerir tuttugu og eina klukkustund. Þá áttu þrjár
stundir eftir, það er að segja ef ekkert sérstakt kemur uppá þann
daginn.
 
Samkvæmt könnunum eyðum við þremur stundum daglega í sjónvarp...og ekki
gleyma tölvunum!!! En þú hefur engan tíma í svoleiðis, því daglega áttu að
fá þér a.m.k. hálftíma göngutúr (Ég tala af reynslu: Snúðu við eftir 15
mínútur, því annars verður hálftíminn að klukkustund).
 
Síðan verður að huga að vinunum því þeir eru eins og blóm: það þarf að
vökva þau daglega. Líka þegar þú ferð í frí. Það er að segja ef þú ferð í
frí.
 
Síðan þarf að vera vel upplýstur. Lesa að minnsta kosti tvö dagblöð og
eina grein í tímariti til að bera upplýsingarnar saman.
 
 
Ah! Síðan er það kynlífið. Kynlíf daglega og þar að auki á það að vera
frumlegt og skapandi . Þetta tekur sinn tíma!!! Að maður tali nú ekki um
tantra kynlíf!!!
Að öllu framansögðu vil ég minna þig á: Það á að tannbursta sig eftir
hverja máltíð. Það þarf líka að skúra, þurrka af, þvo þvott, fara í
sturtu og vaska upp og áttu kannski hund að auki eða hamstur? Börn?!
 
 
Nú reiknast mér til að þetta kalli á um 30 stundir á dag. Eina lausnin á
þessum vanda, er að framkvæma eitthvað af þessum atriðum í einu. Til
dæmis: Þú ferð í kalda sturtu með opinn munninn og drekkur þannig
lítrana tvo af vatni. Þegar þú gengur út úr baðherberginu með
tannburstann í munninum nýturðu um leið ásta (tantrískt) standandi með
makanum þínum, sem um leið horfir á sjónvarpið og segir þér frá á meðan þú
burstar tennurnar.
Var ein hendi laus?
 
Hringdu í vinina!!! Og foreldrana!!!
 
Fáðu þér rauðvín (eftir spjallið við foreldrana muntu þurfa á því að
halda) eplið getur makinn þinn matað þig á á meðan þú borðar bananann með
jógúrtinu. Úffffff! En ef þú átt tvær mínútur eftir , sendu þetta þá á
vinina (sem þú þarft að vökva eins og blóm) um leið og þú tekur inn eitt
hvítlaukshylki sem er svo gott fyrir...
En nú verð ég að hætta því eftir jógúrtið, appelsínuna, bananann,
bjórinn, fyrri vatnslítrann, þriðju máltíðina með trefjum, hef ég
ekki hugmynd um það hvað ég er að gera og þarf nauðsynlega að komast á
klósettið.
Aha, ég ætla að nýta tímann og kippa tannburstanum með mér.
 
Ef ég er senda þér þetta í annað sinn , er það vegna þess að þrátt
fyrir að fylgja öllum þessum ráðum er ég samt komin með alzheimer.

Einn góður un Stytturnar......

Í borg nokkurri voru nektarstyttur með karli og konu, sem sneru hvor á mót annarri í garði. Þegar stytturnar eru búnar að standa þarna í nokkur hundruð ár á Guð leið fram hjá, hann vorkennir styttunum að geta ekki notið ásta, hann ákvað því að gefa þeim líf.

Hann sagði:”Ég er komin til að veita ykkur ósk sem þið hafið bæði óskað ykkur í hundruðir ára, standandi á móti hvort öðru og ekki getað hreyft ykkur. En þið verðið að vera fljót, þið hafið bara 15 mínútur”.

Maðurinn og konan byrja að flissa og hlaupa svo saman í burtu í rjóður í grenndinni. Frá rjóðrinu byrja að heyrast hin ýmsu hljóð. Eftir 7 mínútur koma þau til bara, greinilega bæði mjög sátt.
Guð brosir til þeirra og segir þeim að þau séu nú bara búin með sjö mínútur, hvort þau vilji ekki endurtaka þetta. Stytturnar horfa á hvort annað og kinka kolli. “Af hverju ekki”, segir konan, “en núna víxlum við hlutverkum, þú heldur helvítis dúfunni og ég skíta á hana”.

Og þar hafið þið það.......hehe....Farið vel með ykkur. Light Bulb Wink 






Þetta er nú.......

...ljóti vibbinn.....

Það á taka þetta fólk og pína það á sama máta og það píndi barnið og hvað er að stjórnvöldum að láta þetta viðgangast.Maður getur orðið brjál.... að sjá þetta.


mbl.is Barnaverndaryfirvöld gagnrýnd í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsku barnið mitt...!!!!!!



                                           ELSKU BARN.

n verður með þér
hvenær sem þú þarfnast hennar.


st mín verður með þér

hvenær sem þú þarfnast hennar . mín verður með þér
þegar gleðin ber þig ofurliði.


st mín verður með þér þegar að

gleðin ber ofurliði með þér
þegar erfileikarnir eru að buga þig .


st mín er með þér þegar að

erfiðleikarnir eru að buga þig ín verður með þér
þegar þú óttast l

st mín verður með þér

þegar að þú óttast lífið


st mín verður með þér í dag og alla daga !!!


Rosalega er maður að.......

......standa sig illa í þessu bloggi mar.

Ég er búin að vera alveg hroðalega löt að setja inn færslu hérna og einhvern veginn ekki fundist ég hafa frá neinu að segja.Annars er nú búið að vera ýmislegt að gera en öll síðasta helgi var hlaðin verkefnum frá föstudegi til mánudags....úff.....frá afmælum til kirkjusöngva.Annað er það nú helst að ég fór með Önnu Lísu litlu stubbuna mína í 3ja og 1/2 ár skoðun á þriðjudaginn og þurfti að fara með hana aftur í morgun í sjónmælingu en út úr því kom að ég á að fara með hana til augnlæknis í Reykjavík...oooooo......en hún sá ekki tvær neðstu línurnar hjá hjúkkunni og þegar það gerist þá er það skoðað frekar.Ég er samt ekkert voðalega áhyggjufull yfir því svo sem.Jæja,ætla að fara að koma mér í vinnuna,bið að heilsa ykkur í bili elskurnar.Knús á línuna.... Lips 






Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband