Færsluflokkur: Bloggar
Flott hjá þeim..!!!!
1.8.2009 | 17:49
Söngvarar skjóta bolum í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugleiðing.....
24.7.2009 | 22:57
....sem vert er að deila með ykkur !!
LAG AF RYKI VERNDAR VIÐINN UNDIR ÞVÍ...
HÚSIÐ VERÐUR HEIMILISLEGRA ÞEGAR ÞÚ GETUR SKRIFAÐ ÉG ELSKA
ÞIG" Í RYKIÐ Á HÚSGÖGNUNUM.
ÉG VAR VÖN AÐ EYÐA MINNST 8 TÍMUM HVERJA HELGI TIL ÞESS VERA
VISS UM AÐ ALLT VÆRI FULLKOMIÐ EF EINHVER SKYLDI KOMA ÓVÆNT Í
HEIMSÓKN" ...
AÐ LOKUM UPPGÖTVAÐI EG AÐ ÞAÐ KOM ENGINN Í HEIMSÓKN ..ÞAÐ VORU
ALLIR ÚTI AÐ SKEMMTA SÉR!!!
JÆJA.., EN ÞEGAR FÓLK KEMUR Í HEIMSÓKN, ÞÁ ÞARF ÉG EKKI AÐ
ÚTSKÝRA ÁSTANDIÐ Á HEIMILINU ....
ÞEIR HAFA MEIRI ÁHUGA Á AÐ HEYRA UM ÞÁ HLUTI SEM ÉG HEF
VERIÐ AÐ GERA Á MEÐAN ÉG VAR ÚTI Á LÍFINU OG SKEMMTA MÉR!!
EF ÞÚ HEFUR EKKI UPPGÖTVAÐ ÞETTA ENNÞÁ ,
ÞÁ SKALTU FARA AÐ ÞESSU HEILRÆÐI:
LÍFIÐ ER STUTT. NJÓTTU ÞESS!!!!!
ÞURRKAÐU AF EF ÞÚ VERÐUR...
EN ÞAÐ er EKKI MIKILL TÍMI TIL; AÐ FÁ SÉR BJÓR , SYNDA Í ÁM
OG KLÍFA FJÖLL , HLUSTA Á TÓNLIST OG LESA BÆKUR FAGNA MEÐ
VINUM OG LIFA LÍFINU...
ÞURKAÐU AF EF ÞÚ VERÐUR...EN VÆRI EKKI BETRA AÐ MÁLA MYND EÐA
SKRIFA BRÉF, BAKA SMÁKÖKUR EÐA KÖKUR OG SLEIKJA SKEIÐINA, EÐA SÁ
FRÆI.
HUGLEIDDU MUNINN Á MILLI ÞESS SEM ÞÚ VILT EÐA ÞARFT...
ÞURRKAÐU AF EF ÞÚ VERÐUR, EN HAFÐU Í HUGA AÐ ELLIN KEMUR MEÐ
SÍNU GRÁU HÁR OG HÚN ER EKKI ALLTAF GÓÐ...
ÞURRKAÐU AF EF ÞÚ VERÐUR ...EN HEIMURINN BÍÐUR EFTIR ÞÉR ÞARNA
ÚTI... MEÐ SÓLSKINIÐ Í AUGUM ÞÍNUM, VINDINN Í HÁRI ÞÍNU, FLÖGRANDI
SNJÓKORN, FÍNGERÐUR REGNÚÐI...
ÞESSI DAGUR KEMUR EKKI AFTUR...OG ÞEGAR ÞÚ FERÐ OG ÞÚ VERÐUR
AÐ FARA...ÞÁ MUNT ÞÚ SJÁLF SKAPA MEIRA RYK!!
DEILDU ÞESSU MEÐ ÖLLUM ÞÍNUM GÓÐU VINUM SEM ERU Í ÞÍNU LÍFI...
ÉG GERÐI ÞAÐ...
ÞAÐ ER EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ SAFNAR, HELDUR ÞAÐ SEM ÞÚ SÁIR, SEM SEGIR TIL
UM ÞAÐ HVERNIG LÍFI ÞÚ HEFUR LIFAÐ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Söngur hennar yndislegur......
24.5.2009 | 23:21
Susan Boyle komin í úrslitin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Veturinn kvaddur.......
22.4.2009 | 09:45
......og vorinu heilsað.
Þá er kominn síðasti dagur vetrar.Hann hefur nú farið nokkuð vel með okkur á þessu heimili,sloppið að mestu við allar pestir utan að fá smá kvef í nös sem ekkert er svo sem.Þetta er okkar besti vetur veikindalega séð ever..hehe...enda kominn tími til.Veðurfarslega séð hefur veturinn verið frekar góður líka hérna sunnanlands.Ég kalla það nú ekkert svo sem þó við fengjum nokkrar snjórokur á okkur en snjórinn var farinn eftir nokkra daga aftur, það festi ekkert hérna til lengri tíma sem betur fer.Sem sagt að niðurstaðan er sú....GÓÐUR VETUR....og ég heilsa vorinu með gleði í hjarta og von um fallegt og hlýtt sumar. Gleðilegt sumar elskurnar og takk fyrir veturinn.Knús á línuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þetta segir meira.......
17.4.2009 | 23:24
............já.....látum það liggja á milli hluta...
Vissir þú að:
- Það tekur matinn 7 sekúndur að fara frá munni og ofan í maga.
- Hár af höfði manns getur haldið þrem kílóum.
- Lengdin á lim mannsins er jöfn lengd þumalsins, margfaldaðri með þremur.
- Lærbeinið er hart sem steinsteipa.
- Hjörtu kvenna slá hraðar en hjörtu karla.
- Á hverjum fæti höfum við þúsundir baktería.
- Konur blikka augunum tvöfalt oftar en karlar.
- Við notum 300 vöðva bara til að halda jafnvægi á meðan við stöndum.
- Konur eru nú búnar að lesa allan þennan póst.
- Karlar eru enn að skoða á sér þumalinn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Brosið er kærleiksgefandi.....
15.4.2009 | 08:44
bros gefur orku, bros læknar,
bros er það sem allir þrá,
bros er kærleiksgefandi
dreifðu kærleik
brostu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sitt lítið af hverju loksins....
13.4.2009 | 16:14
Ja, hvar skal man byrja, það er orðið svo langt síðan síðast og maður man ekki mjög langt aftur..hehe....nei, ég segi nú svona bara.Það er bara alltaf nóg að gera, börnin, vinnan,heimilið og áhugamálin.Meira að segja fann ég þann þroska í sjálfri mér núna fyrir stuttu að ganga í KVENNFÉLAG, jájá,ekkert svona glottttt. ....hehe...þetta er alveg hrikalega gaman, allavega það sem af er.Svo er ég auðvitað alltaf í kórnum að syngja sem er mjög skemmtilegt enda góður hópur þar á ferð.Síðan styttist í að litla dubba hún Anna mín verður 4 ára og þarf að fara að huga að því en auðvitað höldum við upp á það.Mér er einmitt hugsað til þess sem ég sit hérna við eldhúsborðið og horfi út og þær allar þrjár að leika sér hvað er stutt síðan ég var með þær allar litlar, tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða.Tvíbburnar orðnar 5 ára og sú litla að verða 4ra,en láta nú alveg fynna fyrir sér þessar elskur eins og núna bara í þessum töluðu orðum.Maður er að djöflast við að þvo þvott og þurrka úti eins og hægt er, kemur þá ekki einn grislingurinn og makar mold og drullu í borðstofu dúkinn minn sem hangir þarna ný þveginn...ans%$ #"!¨=)/&....arg og garg....usssss.....kerling...teldu upp að 10 og svooooo......þetta er nú meira og svo þegar ég skammaði hana þá bað hún mig bara um tusku til að þurrka af honum moldina.....DÍSES....og svo flissaði hún af öllu saman...OMG...þetta er sko alveg magnaðir þessir ormar en auðvitað elskar maður þessa yrðlinga sína út af lífinu enda ekki hægt annað.Jæja, ég ætla að reyna að hafa einhvern hemil á afkvæmunum og vinunum.Þngað til næst elskurnar, hafið það gott elskurnar, Knús á línuna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jaaaáá...það er þetta með þann gráa...hehe....
21.3.2009 | 10:51
Heyrðu elskan fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum
á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju
kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.
Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og
50 tommu flatskjá en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi, að fara í bólið
með þreyttri 55 ára konu. Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér !
Ég verð að játa að ég á skynsama konu : Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið:
Ekki vandamálið : Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu !
Ég sé um að þú fáir hitt aftur: Ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp !
eftir þessi 30 ár, veistu að ég meina það sem ég segi.
Er konan mín ekki frábær - Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þá eru það kreppufræðin..........
2.3.2009 | 16:59
Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og
einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?"
Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á
þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig
Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna
skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum
svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað
barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina.
Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og
saman. þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem
pabbi hans sagði honum.
Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. þegar hann kemur inn
í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af
henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína
sofandi. þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst.
Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni.
Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði.
Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji
hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þá
sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er
Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum
skít...
Mér finnst heilmikið til í þessu,svo mörg voru þau orð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5 ára afmæli....vá hvað tíminn líður.....
12.1.2009 | 00:01
Sætu stelpurnar hennar mömmu sinnar
Að hugsa sér að tvíbburnar mína skuli vera orðnar 5 ára,tíminn er ekkert smá fljótur að líða.Þær voru nú svo sem ekki ofvaxnar þegar þær fæddust... tæpum 7 vikum fyrir tíman.....Jóna Kristín 6 1/2 mörk og Svandís Ósk tæpar 8 merkur en þær voru svo hraustar og sprækar og sem betur fer ekkert að þeim.Það var heljarinnar afmælisveisla í dag eða milli 30 og 40 manns.Það var alveg rosalega gaman að fá alla í heimsókn.Þær fengu auðvitað slatta í afmælisgjöf eins og gengur föt og dót.Svo hefði nú mátt halda að Anna Lísa mín...(litla stubba mömmu sinna..hehe..)hefði átt afmæli líka því hún fékk líka alveg fullt.Þetta var allt alveg rosalega fín og skemmtilegt og stelpurnar alveg alsælar.Bið að heilsa að sinni og knús á línuna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)