snjór,snjór....ojoj..bjakk....

Mér fannst mynd dálítið góð þegar eg rakst á hana en hún mynnti mig á þær tvær tannlæknaferðir sem fór í vikunni með stubburnar mínar þrjár í eftirlit.Sú yngsta var að fara í fyrsta skipti en tvíbburnar mínar voru að fara í þetta reglubundna 8 mánaða eftirlit.Þær stóðu sig alveg frammúr skarandi vel og voru alveg ofsalega duglegar og litla dubban mín var eins hún væri að mæta í 10. sinn í stólinn hjá tannsanum,ekkert smá dugleg.þetta verður verkefni næstu vikna að fara eina ferð í viku að láta skorufylla og laga eitthvað smá sem er nú sem betur fer lítið.Annars erum við að að fara á kaf í snjó hérna fyrir austan fjall.Honum kyngir alveg látlaust niður þessa dagana og það er leiðinda færi hér í þorpinu.Kallagreyin hjá hreppnum hafa vart undan að moka göturnar og haugarnir fara stig hækkandi.Ég segi nú alveg fyrir mig að mér finnst nú alveg nóg komið af svo góðu.Annars er það áætlun morgundagsins að fara í 90 ára afmæli ömmu minnar á morgun.Hugsið ykkur bara aldurinn á þessari elsku og allar breytingarnar á þessari tæpu öld sem hún er búin að lifa,það er nú ekkert smá.Hafið gott elskurnar!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband