Allt í hámarki...
3.2.2008 | 00:58
Ég er nú að vona að heilsufarið á bænum fari nú að lagast úr þessu..úff..agalegt hvað þessi hlaupabóla er skæð á litlu kroppana mína,allavega á tvær þeirra.Ein þeirra virðist ætla að sleppa með einhverjar 15 bólur og ef maður fer að hafa orð á því við hana hvað hún er heppin að fá ekki fleiri þá bregst hún hin versta við og segist eiga eftir að fá alveg FULLT af þeim..hehe..þessari elsku finnst vera hálf svikin af herlegheitunum þó hún sjái hvað hinum líður illa með þetta.En miðað við útlitið á þessum tveimur þá verða þær ekki orðnar þokkalega fyrr en í fyrsta lagi um miðja næstu viku ef það dugar þá..æææ...þær eiga svo bágt greyin og klæjar alls staðar.Lumið þið lesendu góðir á einhverjum góðum ráðum við því áður en þær fara að rífa sig til blóðs..??Hafið það gott..
Athugasemdir
Engin ráð...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.2.2008 kl. 01:00
Sæl Lóa. Kíki á þig hérna stundum
Var að lesa færsluna um reykingar á alþingi,tek undir með þér þetta er alveg ótrúlegur tvískinnungsháttur! En þetta er svosem ekki það eina sem þessir háu Herrar telja sig eiga meiri heimtingu á en við almúginn.
Eina ráðið sem ég man eftir í sambandi við hlaupabóluna er að það er hægt að fá áburð í apótekinu.
Bkv, Haddý
Haddý (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 01:13
Æ nú man ég ekki eftir neinum ráðum við kláðanum önnur en bleiki áburðurinn úr apótekinu. En barnalandskonur eiga ábyggilega góð ráð fyrir þig.
Sporðdrekinn, 3.2.2008 kl. 03:04
takk stelpur mínar..er með þennan bleika úr Apótekinu sem heitir Kalmín en hann dugar svo skammt við þessu kláðastandi..Takk Haddý mín fyrir innlitið,það er svo langt síðan maður hefur heyrt eitthvað frá þér.Knús á línu..
Agnes Ólöf Thorarensen, 3.2.2008 kl. 14:42
Það eru allstaðar bólur,hvar sem ég voga mér að detta inn huhh
Guðný Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 18:26
Eg man bara eftir þessum bleika aburði. Þegar Kormakur fekk hlaupaboluna þa fekk hann sem betur fer ekki mikið af bolum, þannig að hann var ekki mikið að klora. En það er hræðilegt þegar þær fara i harsvörðinn.
Linda litla, 4.2.2008 kl. 09:12
Heyrði um helgina eitthvað í sambandi við hlaupabólur og matarsódabað humm
Guðný Einarsdóttir, 4.2.2008 kl. 10:33
hæhæ ég kann bara ekkert ráð nema það sem þú gerðir við mig í gamla daga og það var matarsóda baðið. Stóra systir man sko ennþá hvað þetta var ógeðslega vont þannig að hún öfundar ekki litlu skutlur af kláðanum útum allt. Vona samt að það fari að róast hjá ykkur... ástarkveðjur og knús á liðið
vigdís besta stóra barn (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.