Atinu lokið..eða næstum því....
17.2.2008 | 11:47
Alltaf er það er ákveðinn léttir þegar Þorrablótið hérna hjá okkur er af staðið en það var í gærkvöldi og fór alveg ljómandi vel fram.Þetta blót hér hjá okkur er að ég tel annað stærðsta Þorrablót hér á suðurlandi en það voru um 900 manns sem sóttu Þorrablótið á Selfossi fyrir stuttu síðan en hjá okkur hér á Hellu losaði það vel á sjötta hundrað manns sem blótuðu Þorrann.Það er því ekkert minna en stórt Íþróttahús sem hýsir þessa skemmtun okkar og er þetta níunda skiptið sem það er haldið með þessum hætti.Það er mikil breyting á þessum árlega viðburði okkar frá því sem áður var þegar gamla Hellubíó var og hét.Þá komust færri að sem vildu og kepptust menn þá um það að mæta eldsnemma að morgni miðasöludags og létu sig hafa það að bíða í marga klukkutíma eftir að salan hæfist en núna geta allir farið sem vilja.Það var þreyttur en sæll maður sem kom heim rúmlega 6 í morgun eftir að hafa verið að vinna á samkomunni síðan hálf sex í gærkvöldi.Allir unnu þetta sem einn maður bæði þorrablótsnefnd og starfmenn hússins og inntu þetta af hendi af stakri prýði.Þannig að eftir daginn í dag verður farið að safna í sarpinn fyrir næsta blót en undirrituð er víst ein af þeim sem lendir í næstu þorrablótsnefnd að ári.....bara gaman.....
Athugasemdir
Ég hef aldrei blótað Þorranum á Íslandi, bara í Svíþjóð. (Sænsk-íslenska félagið)
Það væri gaman að prófa einhvertímann og þá kannski á Hellu.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.2.2008 kl. 11:58
Já þorrablótin úti á landi eru æðisleg.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.2.2008 kl. 12:24
Þetta var gott blót,,ég verð með þér í nefndini Frú mín góð
Guðný Einarsdóttir, 18.2.2008 kl. 20:47
Hæ aftur,ertu til í að svara henni Lindu á kommentinu mínu yfir bloggfærslu búin að blóta
Guðný Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 23:23
ok
Agnes Ólöf Thorarensen, 20.2.2008 kl. 23:39
Það er nokkuð ljóst að maður er að missa af einhverju, kannski ætti ég bara að skella mér á blót á Hellu á næsta ári.
Linda litla, 22.2.2008 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.