Það er gott að hafa....
5.4.2008 | 14:21
.....ráð undir rifi hverju.
Dag einn fór maður nokkur út í garðinn sinn og sá að það var górilla uppií einu af trjánum hans. Hann stökk strax inn aftur og hringdi í
dýragarðinn. Dýragarðsmenn lofuðu að senda strax górillusérfræðing á
staðinn.
Stuttu seinna kom maður á staðinn á gömlum pallbíl. Hann kom út með stórt
prik, handjárn og haglabyssu. Á eftir honum kom mjög illilegur hundur.
"Hvað á þetta nú að þýða?" spurði húseigandinn.
"Ert þú ekki sá sem er með górillu uppi í tré?" var svarið.
"Jú, en til hvers er allt þetta dót?"
"Sko... Ég klifra upp í tréð með þetta prik. Ég pota því í apann þangað
til hann dettur niður úr trénu. Þegar hann gerir það stekkur hundurinn til
og bítur hann í eistun. Þegar apinn krossleggur handleggina til að verja
sig, þá setur þú handjárnin á hann og þar með höfum við náð í górillu."
"Allt í lagi, en til hvers er haglabyssan?"
"Já, sko... hún er til staðar ef ég dett úr trénu fyrst. SKJÓTTU ÞÁ
HELVÍTIS HUNDINN ! !"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.