Það er enginn svikinn af þessari mömmu...hahaha...

Hjartnæmt bréf frá elskandi móður
Kæri sonur.
Bara fáeinar línur til að láta þig vita að ég er enn á lífi. Ég skrifa þetta bréf mjög hægt vegna þess að ég veit að þú ert ekki mjög fljótur að lesa.


Pabbi þinn er búinn að fá nýja vinnu. Hann var settur yfir 500 aðra. Hann vinnur við að slá grasið í kirkjugarðinum.


Ég er viss um að þú þekkir ekki húsið okkar aftur þegar þú kemur heim. Við erum nefnilega flutt.

María systir þín eignaðist barn í morgun en ég hef ekki frétt hvort það er strákur eða stelpa, þannig að ég veit ekki hvort þú ert orðinn frændi eða frænka.

Ég fór til læknis á fimmtudaginn og pabbi þinn kom með mér. Læknirinn setti eitthvað upp í munninn á mér og sagði mér að tala ekki í tíu mínútur. Pabbi þinn spurði lækninn hvort þetta áhald væri til sölu.

Frændi þinn drukknaði í síðustu viku. Hann datt ofan í viskítunnu í verksmiðjunni. Vinnufélagar hans reyndu að bjarga honum en hann barðist hetjulega gegn þeim. Líkið var brennt og það tók þrjá daga að slökkva eldinn.

Hér rigndi bara tvisvar í síðustu viku. Fyrst í þrjá daga, svo í fjóra.
Við fengum bréf frá kirkjugörðunum. Þar stóð að ef við borguðum ekki síðustu afborgunina af gröfinni hennar ömmu þinnar yrði hún grafin upp.

Þín elskandi
Mamma.

PS. Ég ætlaði að senda þér dálitla peninga, en mundi ekki eftir því fyrr en ég var búin að loka umslaginu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

 Þessi var fyndinn

Guðrún Þorleifs, 10.4.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 10.4.2008 kl. 13:31

4 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

.Góður.

Gunnar Gunnarsson, 10.4.2008 kl. 14:01

5 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

góður

Guðný Einarsdóttir, 10.4.2008 kl. 15:25

6 Smámynd: Anna Gísladóttir

Anna Gísladóttir, 10.4.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband