Lasleiki á heimilinu..og depurð í hjarta.
17.4.2008 | 10:13
Nú erum við Dubban mín heima í dag vegna þess að hún er hita,kvef og svo kvartar hún um í maganum en þetta er annar dagurinn í þessari vikur sem ég er heima því önnur Tvíbban mín var lasin heima á mánudaginn.Við reynum bara að hafa það kósy í dag mæðgurnar og knúsast dáldið saman,það er voðalega notó.Annars er ég að vonast til að vorið sé komið en það er glampandi sól eins og er og snjórinn á undanhaldi,ég þrái orðið sól og sumar eftir þennan vetur sem er búin að vera frekar þungur,kaldur og dimmur.Kannski er ég líka frekar döpur í hjartanu mínu og huga því elskulegur fjölskylduvinur okkar er svo mikið veikur og er að enda sína lífsgöngu á frekar hörðum og erfiðum endaspretti,skrítið hvað sumir þurfa að kveljast svona í restina frekan en fá bara að fara án mikilla átaka en það er svo skrítið að það er eins og sumir geti heldur ekki sleppt takinu á lífinu þó það sé lítið annað eftir en deyja,greinilega ekki tilbúinn að fara blessaður vinurinn minn.
Athugasemdir
Má ég ekki bara koma yfir til ykkar og kúra með ykkur,ég er nefnilega lasin líkaÖmurleg pest...Já það er skrítið hvað fólk getur streist lengi við þó að sjúkdómurinn hafi orðið yfirhöndina,sumir eru ekki bara tilbúnir ekki búnir að öllu,en svona er lífið óréttlátt allavega stundum
Guðný Einarsdóttir, 17.4.2008 kl. 15:26
Vonandi lagist þið mæðgur fljótlega.
Leiðinlegt að heyra með fjölskylduvin ykkar.
Linda litla, 18.4.2008 kl. 00:06
Ekki er nú gaman þegar veikindi eru annarsvegar. Vonandi gengur þetta yfir og sumarið fari að koma með hlýu og sól. Það er ekki gaman þegar fólk kvelst, sendi þer góðar hugsanir.
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 00:17
Ein-stök, 18.4.2008 kl. 20:44
Hver er að deyja?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.4.2008 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.