Frekar slöpp í blogginu......
12.5.2008 | 01:25
Halló !!!!!! Ég er nú búin að vera frekar slöpp og andlaus í blogginu upp á síðkastið enda hefur það bara verið þannig að þegar ég sest niður og ætla að skrifa eitthvað þá bara kemur ekki neitt.Ég hef bara setið og starað á skjáinn og hugsað....ég hef ekki frá neinu að segja....En það er bara alls ekki svo því síðustu fjórar vikur hafa bara verið skratti erfiðar að mörgu leiti.Það er öll fjölskyldan búin að leggjast í flensu,góður fjölskyldu vinur okkar lést og ég verð bara að segja það það að ég sakna hans alveg óskaplega mikið og finnst voðalega tómlegt án hans og eins bara að reyna að útskýra dauðann fyrir litlu stelpunum mínum þremur sem eru 3ja og 4 ára,það er ekkert voðalega einfalt.Það kallar oft frekar á fleiri spurningar en svör.Mér fannst samt svo voðalega sætt hjá þeirri yngstu það sem hún sagði við mig um daginn bara svona upp úr þurru...."Mamma,ég vil ekki að Siggi sé dáinn lengur,hann á bara að hvíla sig í sófanum hjá okkur".....elsku litla kerlingin mín.....það var þá verið að pæla í hlutunum en það kom mér svolítið á óvart því hún er svo lítil.Annars er hitt og þetta að gera annað.Kórinn sem ég er í er á fullu að æfa fyrir tónleika sem eru núna í maí en það er skemmtileg tilbreyting frá sálmasöngnum.Svo var haldið upp á 3ja ára afmæli á bænum núna 10.maí,alveg svaka stuð og puð en gaman og sú stutta þroskaðist svo á því að verða 3ja að hún hætti að nota snuð og að naga neglurnar....hehe....geri aðrir betur....allavega að hætta að naga,annars er það eitthvað sem ég hef aldrei skilið þó svo að 85% móður fjölskyldu minnar geri þetta,alveg magnaður ávani.Hafið það gott elskur mínar sem nenna að lesa þetta klór en ég er farin að sofa....ussss.....löngu komin nótt....Knús á línuna.
Athugasemdir
...."Mamma,ég vil ekki að Siggi sé dáinn lengur,hann á bara að hvíla sig í sófanum hjá okkur".....
Börn eru yndisleg, þau eru svo saklaus og meina allt sem að þau segja. Það er alltaf erfitt að missa vini og það er auðvitað erfiðast fyrst þegar maður þarf að venjast því að viðkomandi er ekkert að koma í heimsókn. Þetta er eitthvað sem við venjumst aldrei, við erum mannleg og við söknum þeirra sem yfirgefa okkur.
Hafðu það gott Lóa mín og sofðu vel...til hamingju með mæðradaginn
Linda litla, 12.5.2008 kl. 01:55
Ég vona að dagurinn hafi verið þér góður Til hamingju með að vera mamma
Sporðdrekinn, 12.5.2008 kl. 03:15
'Attu góðan dag ljúfan
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 11:52
Ég nenni alltaf að lesa þitt "klór".
Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.5.2008 kl. 14:53
Gægðist hér inn og sá að frúin var búin að blogga,,,Til hamingju með litlu skrudduna þína Kveðja úr nágrenninu
Guðný Einarsdóttir, 12.5.2008 kl. 16:19
Til hamingju með dúlluna, kíki á síðuna hvert skipti sem ég fer í tölvuna
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 12.5.2008 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.