Komin heim aftur....
5.8.2008 | 01:16
Jæja,þá er maður komin heim aftur úr yndislegu ferðalagi norður á Strandir eða nánar tiltekið á Gjögur í Árneshrepp.Alltaf finnst mér jafn notalegt að koma þangað og hitta fólkið mitt.Myndin hérna til hliðar er af Tvíbura stelpunum okkar þeim Svandísi og Jónu en við stöldruðum við á Hólmavík til að leifa mannskapnum að teygja aðeins úr sér.
Eins og sést á myndunum þá var þvílík kátína að losna úr bílnum enda var lítið mál að renna síðustu 85 km þó vegurinn væri dálítið hlykkjóttur.Annars fór Veiðileysuhálsinn hálf illa í Önnu garminn og það varð gos í Reykjafirði...(oojjj)..en það bjargaðist allt saman,fötin og draslið var bara skolað upp úr sjó...og nei..hehe..Anna slapp við að vera skoðuð upp úr sjó en hún varð eins og ný sleginn túskildingur eftir að vera búin að æla öllu sem hún gat nema innyflunum.Annars vorum við frekar óheppin með veður þessa daga sem við vorum,frekar kalt og ýmist rigning eða úði og leiðinda rok.Mér tókst nú samt að væla það út hjá honum frænda mínum elskulegum að fara með mig fram á sjó.Það var auðvitað alveg toppurinn á ferðinni fyrir mig.Það er fátt sem ég veit skemmtilegra en að komast á skak.Þó að það væri belgings rok þá veiddum við nú alveg slatta sem duga mér vel fram á veturinn.Segi ykkur meira seinna og set inn fleiri myndir.Hafið það gott gullin mín.Knús á línuna.
Athugasemdir
Velkomin heim
Sporðdrekinn, 5.8.2008 kl. 04:15
takk fyrir notalegar kveðjur elskurnar...
Agnes Ólöf Thorarensen, 5.8.2008 kl. 11:38
hahaha tók mig smá stund að átta mig á þessu með gosið í Reykjafirðinum. Það var gott að hún hætti áður en innyflin fylgdu á eftir.
Velkomin heim
Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2008 kl. 12:46
Velkomin heim á Helluna,,
Guðný Einarsdóttir, 5.8.2008 kl. 13:43
Flott mynd af frúnni en hvar er aflinn, varstu með kvóta ? he, he, bara grín.
Erla (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 16:30
Gott að þú ert komin aftur, saknaði þín.
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 5.8.2008 kl. 21:24
Gaman að sjá myndirnar af stelpunum tínum og þú breytist ekker!.
Vel af sér vikið
Guðrún Þorleifs, 6.8.2008 kl. 10:58
Skemmtilegar myndir, leiðinlegt samt með veðrið. En verið þið velkomin heim
Linda litla, 6.8.2008 kl. 12:29
Flottar stelpur sem þú átt, skemmtileg lýsing á gosinu í Reykjafirði.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.8.2008 kl. 02:21
Það er alltaf gott að komast á sjó eg tala nú ekki um ef það færir björg í bú.
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.