Bíll keyrir á 120 km/klst á svæði þar sem 50 km/klst var hámarkshraði og keyrir fram hjá löggu. Löggan fer að sjálfsögðu á eftir honum. Bílstjórinn vissi að þetta yrði mjög há sekt og ákveður því að reyna að stinga lögguna af. Hann eykur hraðan í 130, 140, 150 og ljósin eru þarna enn. Að lokum er hann komin í 180 km/ klst og löggan hefur nálgast hann. Hann gefst því upp.
Þegar löggan kemur að bílnum er hún alveg brjálaður og hreytir í hann, „Af hverju í veröldinni keyrðirðu svona hratt?“
„Jú“, segir hann,“konan mín hljópst á brott með löggu í seinustu viku“
„OG HVAÐ MEÐ ÞAГ, öskrar löggan á hann
„Ég hélt að þú værir að reyna að skila henni“, segir ökumaðurinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.