Almáttugur minn......
12.9.2008 | 09:13
..........og ég sem hélt að ég væri ennþá 17...hehe...
Já,ég hélt það í alvöru en mér leið nú ekki alveg þannig þegar ég skreiddist út úr salnum,upp stigann og í sturtuna eftir erobikk tímann í morgun.Maður er náttulega ekki í lagi en samt hefur maður ekkert nema gott af þessu.Ég dreif í að skrá mig í 8 vikna erobikk námskeið en það skal tekið fram hér að ég hef ekki stundað þetta sprikl á 5 ár og fannst því vera mál til komið.Þarna djöflaðist ég í eina klukkustund alveg eins og brjálæðingur og svitnaði eins og gamalt svín og ábyggilega með tunguna lafandi út úr mér eins og hundarnir og eina hugsunin var....ég skal,ég skal...og hin hugsunin var....þetta verður ekki eins erfitt eftir 5 tíma....úff...en núna 3 klukkutímum seinna líður mér alveg stór vel utan að lappirnar á mér eru svona hálf dasaðar eftir darraða dansinn en ég labba það bara úr þeim í dag í vinnunni.Jæja,rétt að fara að koma sér í vinnuna,langaði bara svona að deila þessu með ykkur elskurnar.Hafið það gott í dag og verið góð við við hvort annað...
Athugasemdir
Húrra fyrir þer
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 11:37
Djöööö ert þú kröftug,,,en ég hjáááálp er föst í sófaskrattanum
Guðný Einarsdóttir, 12.9.2008 kl. 15:36
Vá Lóa, hvað ég er stolt af þér. Ég er að fara að byrja í sundi, og þar ætla ég að taka mig heldur betur á.
Góða helgi
Linda litla, 12.9.2008 kl. 19:24
þú ert sko ótrúlega dugleg og eftir 5 tíma verður þér farið að líða eins og 17 aftur:)
Unnur Dögg (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 00:08
Ég hef ekki farið í svona sprikl í 15 ár, ég læt mér nægja að fara í göngutúra með hundinn minn. Það hefur komið mér út úr húsi undanfarið ár.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.9.2008 kl. 00:24
Flott hjá þér!
Sporðdrekinn, 13.9.2008 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.