jæja....tími til kominn......
27.12.2008 | 14:19
...ekki satt ?...
Þetta er nú dálítið langt á milli skrásetninga....hehe.....meira en mánuður....uss...það er allt of langt en það er búið að vera alveg rosa mikið að gera eins og hjá svo mörgum öðrum á þessum tíma bæði í vinnu og heimafyrir.Börnin hafa auðvitað beðið óþreyjufull eftir jólunum en það minnkaði nú aðeins þrýstinginn þegar jólasveinarnir fóru að koma hver af öðrum að gefa í skóinn.Stelpurnarspýttust frammúr á morgnana til að kíkja,þannig að maður þurfti ekkert að vekja til að fara í leikskólann.Svo kom nú loksins að aðfangadegi og ...vaaaaaáááá maður.....pakkahrúgan sem þessi börn okkar fá....úfff....engin smá haugur,það líka enginn smá hamagangur þegar farið var að taka upp góssið,það var nú bara fyndið og við foreldrarnir áttum í fullu fangi með að fylgjast með því hvað var frá hverjum og hver þeirra átti hvað.....bara gaman....enda voru það uppgefnar ungar stúlkur sem lögðustá koddann sinn á aðfangadagskvöld
Á jóladag var þetta nú frekar hefðbundið.Það var messa kl.14 og fórum öll saman,ég að syngja og hin að hlusta..(je right).. og það var alveg furða hvað stelpurnar voru stilltar í kirkjunni og og voru lausar við allan njálg eða þannig...hehe...Svo var farið til ömmu Jónu í hangikjöt og með öllu á jóladagskvöld,namm,namm,borða,borða.....Annar í jólum var svo frekar rólegur en hann fór aðallega í að bakafyrir fjölskylduboðið en við hittumst alltaf orðið,mamma og við systkinin með börnin okkar á milli jóla og nýárs og þá koma allir með eitthvað með sér en það er á sunnudaginn.Svo komu ungu hjóninokkar og borðuðu með okkur kvöldmat...og aftur....slurp...slurp....étið á sig gaten allavega þá hor fellur maður ekki þessa daga....Jæja elskurnar,ætli ég láti þetta ekki duga í bili og þangað til næst......verið góð hvert við annað knúsið hvert annað,það hafa allir þörf fyrir það,stórir sem smáir......
Athugasemdir
Jólakveðja frá Alsbúanum
Guðrún Þorleifs, 27.12.2008 kl. 23:54
Jóla og áramótakveðjur til þín Agnes og fjölskyldunnar þinnar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.12.2008 kl. 01:48
Gleðilegt ár
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 11:19
Elsku Lóa gleðilegt ár og takk fyrir það liðna knúsur úr Skagafirði
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.