Sitt lítið af hverju loksins....

Ja, hvar skal man byrja, það er orðið svo langt síðan síðast og maður man ekki mjög langt aftur..hehe....nei, ég segi nú svona bara.Það er bara alltaf nóg að gera, börnin, vinnan,heimilið og áhugamálin.Meira að segja fann ég þann þroska í sjálfri mér núna fyrir stuttu að ganga í KVENNFÉLAG, jájá,ekkert svona glottttt.  ....hehe...þetta er alveg hrikalega gaman, allavega það sem af er.Svo er ég auðvitað alltaf í kórnum að syngja sem er mjög skemmtilegt enda góður hópur þar á ferð.Síðan styttist í að litla dubba hún Anna mín verður 4 ára og þarf að fara að huga að því en auðvitað höldum við upp á það.Mér er einmitt hugsað til þess sem ég sit hérna við eldhúsborðið og horfi út og þær allar þrjár að leika sér hvað er stutt síðan ég var með þær allar litlar, tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða.Tvíbburnar orðnar 5 ára og sú litla að verða 4ra,en láta nú alveg fynna fyrir sér þessar elskur eins og núna bara í þessum töluðu orðum.Maður er að djöflast við að þvo þvott og þurrka úti eins og hægt er, kemur þá ekki einn grislingurinn og makar mold og drullu í borðstofu dúkinn minn  sem hangir þarna ný þveginn...ans%$  #"!¨=)/&....arg og garg....usssss.....kerling...teldu upp að 10 og svooooo......þetta er nú meira og svo þegar ég skammaði hana þá bað hún mig bara um tusku til að þurrka af honum moldina.....DÍSES....og svo flissaði hún af öllu saman...OMG...þetta er sko alveg magnaðir þessir ormar en auðvitað elskar maður þessa yrðlinga sína út af lífinu enda ekki hægt annað.Jæja, ég ætla að reyna að hafa einhvern hemil á afkvæmunum og vinunum.Þngað til næst elskurnar, hafið það gott elskurnar, Knús á línuna     

 










« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Jú tíminn líður vissulega hratt Agnes mín en barnauppeldi er það sem gefur okkur mest í lífinu tel ég. Ég fagna því að þú hafir nóg fyrir stafni og þykir mér það ágæt hugmynd að ganga í kvenfélagið og ánægjulegt að heyra hversu mikið félagsstarfið er hjá hreyfingunni.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.4.2009 kl. 19:15

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég kannast við svona annríki, þegar börnin mín 6 voru minni.  Í dag hef ég það bara náðugt, ég var ein heima með 14 ára syni mínum alla páskana.  Það var æðislegt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.4.2009 kl. 01:32

3 Smámynd: Linda litla

Æi þessar elskur eru svo mikil krútt, það er ekki annað hægt en að elska þau, alveg sama hvað þau gera, gera ekki eða óþekktast.... þá eru þau samt svo yndisleg alltaf.

Gleðilega páska Lóa mín, vonandi ertu búin að hafa það gott.

Linda litla, 14.4.2009 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband