Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Veturinn kvaddur.......
22.4.2009 | 09:45
......og vorinu heilsað.
Þá er kominn síðasti dagur vetrar.Hann hefur nú farið nokkuð vel með okkur á þessu heimili,sloppið að mestu við allar pestir utan að fá smá kvef í nös sem ekkert er svo sem.Þetta er okkar besti vetur veikindalega séð ever..hehe...enda kominn tími til.Veðurfarslega séð hefur veturinn verið frekar góður líka hérna sunnanlands.Ég kalla það nú ekkert svo sem þó við fengjum nokkrar snjórokur á okkur en snjórinn var farinn eftir nokkra daga aftur, það festi ekkert hérna til lengri tíma sem betur fer.Sem sagt að niðurstaðan er sú....GÓÐUR VETUR....og ég heilsa vorinu með gleði í hjarta og von um fallegt og hlýtt sumar. Gleðilegt sumar elskurnar og takk fyrir veturinn.Knús á línuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þetta segir meira.......
17.4.2009 | 23:24
............já.....látum það liggja á milli hluta...
Vissir þú að:
- Það tekur matinn 7 sekúndur að fara frá munni og ofan í maga.
- Hár af höfði manns getur haldið þrem kílóum.
- Lengdin á lim mannsins er jöfn lengd þumalsins, margfaldaðri með þremur.
- Lærbeinið er hart sem steinsteipa.
- Hjörtu kvenna slá hraðar en hjörtu karla.
- Á hverjum fæti höfum við þúsundir baktería.
- Konur blikka augunum tvöfalt oftar en karlar.
- Við notum 300 vöðva bara til að halda jafnvægi á meðan við stöndum.
- Konur eru nú búnar að lesa allan þennan póst.
- Karlar eru enn að skoða á sér þumalinn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Brosið er kærleiksgefandi.....
15.4.2009 | 08:44
bros gefur orku, bros læknar,
bros er það sem allir þrá,
bros er kærleiksgefandi
dreifðu kærleik
brostu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sitt lítið af hverju loksins....
13.4.2009 | 16:14
Ja, hvar skal man byrja, það er orðið svo langt síðan síðast og maður man ekki mjög langt aftur..hehe....nei, ég segi nú svona bara.Það er bara alltaf nóg að gera, börnin, vinnan,heimilið og áhugamálin.Meira að segja fann ég þann þroska í sjálfri mér núna fyrir stuttu að ganga í KVENNFÉLAG, jájá,ekkert svona glottttt. ....hehe...þetta er alveg hrikalega gaman, allavega það sem af er.Svo er ég auðvitað alltaf í kórnum að syngja sem er mjög skemmtilegt enda góður hópur þar á ferð.Síðan styttist í að litla dubba hún Anna mín verður 4 ára og þarf að fara að huga að því en auðvitað höldum við upp á það.Mér er einmitt hugsað til þess sem ég sit hérna við eldhúsborðið og horfi út og þær allar þrjár að leika sér hvað er stutt síðan ég var með þær allar litlar, tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða.Tvíbburnar orðnar 5 ára og sú litla að verða 4ra,en láta nú alveg fynna fyrir sér þessar elskur eins og núna bara í þessum töluðu orðum.Maður er að djöflast við að þvo þvott og þurrka úti eins og hægt er, kemur þá ekki einn grislingurinn og makar mold og drullu í borðstofu dúkinn minn sem hangir þarna ný þveginn...ans%$ #"!¨=)/&....arg og garg....usssss.....kerling...teldu upp að 10 og svooooo......þetta er nú meira og svo þegar ég skammaði hana þá bað hún mig bara um tusku til að þurrka af honum moldina.....DÍSES....og svo flissaði hún af öllu saman...OMG...þetta er sko alveg magnaðir þessir ormar en auðvitað elskar maður þessa yrðlinga sína út af lífinu enda ekki hægt annað.Jæja, ég ætla að reyna að hafa einhvern hemil á afkvæmunum og vinunum.Þngað til næst elskurnar, hafið það gott elskurnar, Knús á línuna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)