Dáleiddur til...

...kynmaka...

Kona ein kom heim til sín og sagði við eiginmanninn; “Veistu að höfuðverkjakösin sem ég hef verið að fá undanfarin ár eru alveg horfin”. “Hvað segiru, hvað gerðist?” spurði maðurinn.

“Hún Magga ráðlagði mér að fara til dáleiðara og hann sagði mér að standa fyrir framan spegil, stara á sjálfa mig og endurtaka; Ég hef ekki hausverk, ég hef ekki hausverk. Og ég hef ekki fengið höfuðverk síðan. Þetta virkaði svona æðislega vel.”

“Þetta er frábært, þetta er æðislegur árangur.” Sagði maðurinn. Þá sagði eiginkonan; “Þú hefur ekki verið neinn orkubolti í rúminu síðustu árin. Af hverju drífur þú þig ekki til dáleiðarans og athugar hvort hann geti ekki gert eitthvað fyrir þig svo þetta lagist?” Eiginmaðurinn samþykkti að prófa og eftir heimsókn til dáleiðarans kom hann heim og þreif konuna í fangið, reif hana úr fötunum og bar hana inní svefnherbergi, lagði hana í rúmið og sagði “Bíddu smá, ég verð enga stund”. Svo fór hann inná baðherbergi og kom til baka stuttu seinna og seinni ástarleikurinn með konunni var enn betri en sá fyrri og annað eins hafði eiginkonan ekki upplifað árum saman.

Konan settist upp í rúminu en eiginmaðurinn sagði þá; “ Ekki hreyfa þig, ég kem eftir smá” og svo dreif hann sig aftur inná baðherbergið. Konan var forvitin og læddist á eftir honum og sá að hann stóð fyrir framan spegilinn og endurtók í sífellu, “Hún er ekki konan mín, hún er ekki konan mín, hún er ekki konan mín.” Jarðarför hans fer fram næsta föstudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Oj... hahahahaha

Linda litla, 19.3.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Af hverju var hann giftur henni?... sorry!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.3.2008 kl. 19:14

3 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

HAHAHAHAH

Góður ......brandari vikunnar

Gleðilega páska  

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 19.3.2008 kl. 20:15

4 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Gunnar...það er þó alltaf spurning...

Agnes Ólöf Thorarensen, 20.3.2008 kl. 00:56

5 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ha ha góður

Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.3.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband