Aumingja karlinn...
7.4.2008 | 22:58
.......átti nú sennilega von á einhverju öðru.
Fyrir fimm vikum síðan, var fjörtíu og fimm ára afmælisdagurinn minn, og þann morgun vaknaði ég frekar þungur í skapi, mér leið ekkert of vel. Ég fór fram í eldhús vitandi það að konan mín myndi gleðja mig með því að óska mér til hamingju með daginn, og sennilega hefði hún einhverja gjöf handa mér líka.Hún sagði ekki einu sinni góðan daginn, hvað þá til hamingju með hann. Ég hugsaði "jæja ,svona verða þá eiginkonurnar með tímanum, - krakkarnir hljóta að muna hvaða dagur er". Krakkarnir komu svo í morgunmatinn, en sögðu ekki orð. Ég lagði af stað á skrifstofuna, og leið enn verr. Þegar ég kom þangað inn kom einkaritarinn minn, Jenný, á móti mér og sagði "góðan daginn forstjóri og til hamingju með daginn". Mér leið aðeins betur, einhver mundi þó eftir afmælisdeginum mínum. Þegar komið var fram á hádegi var bankað á dyrnar hjá mér og Jenný gekk inn og sagði "Af því að veðrið er svo fallegt úti og þú átt nú einu sinni afmæli, hvað segirðu þá um að við förum út að borða, bara við tvö". "Já bara endilega" svaraði ég, þar sem þetta var það besta sem ég hafði heyrt þennan dag. Við fórum ekki á venjulega staðinn okkar, heldur aðeins út fyrir bæinn á lítinn afvikinn stað. Við fengum okkur tvo Martíni og nutum matarins reglulega vel. Á leiðinn til baka sagði Jenný "Þetta er svo fallegur dagur, þurfum við nokkuð að fara aftur á skrifstofuna?" Og ég svaraði "Nei, ekkert frekar", "Förum heim til mín" sagði hún þá. Þegar við komum þangað fengum við okkur annan Martíni, kveiktum okkur í sígarettum og létum fara vel um okkur. Eftir smá stund sagði hún "Er þér ekki sama þó ég skreppi inn í svefnherbergi og bregði mér í eitthvað þægilegra?". "Auðvitað" svaraði ég strax. Eftir um það bil sex mínútur kom hún aftur....haldandi á stórri afmælisköku....á eftir henni komu konan mín, krakkarnir, tengdaforeldrarnir og loks nokkrir vinir, allir syngjandi "hann á afmæli í dag" ......og þarna í sófanum sat ég......................og var aðeins í sokkunum !!!
Athugasemdir
Já það er alveg satt " Aumingja kallinn"
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 03:39
HA HA HA kallgreyjið, hann átti sko von á einhverju allt öðru. Þetta sýnir hvað karlmenn hugsa eingöngu um.
Eigðu góðan dag Lóa mín.
Linda litla, 8.4.2008 kl. 08:20
Guð minn góður hahahahahahahahahaha hahahahahahahaha
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.4.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.