Og nú er.....

annasöm helgi framundan.....

Já,nú er að koma að því maður verði lögleg tengdamamma þá getur maður loksins farið að sýna sitt rétta andlit þegar maður á orðið löglegan tengdason....hehe....nei ég er auðvitað fíflast nú er komið að því að frumburðurinn minn gengur í hjónaband en er á laugardaginn 09.08.08 kl 17.Það er auðvitað búinn að vera dálítill undir búningur fyrir það en annars hafa þau sjálf séð um allt skipulag og pælingar.Við verðandi "Tengdamæður "höfum verið að dunda okkur svolítið við bakstur þessa vikuna og ætlum við að gera terturnar klárar á morgun.Ég ætla að fara í fyrramálið og láta lappa svolítið upp á andlitið á mér,láta rífa af mér vörturnar og veiðihárin og sjá svona hvort ég verð ekki aðeins skárri útlit í framan.Svo er æfing í kirkjunni á morgun líka en stelpurnar eiga að vera brúðarmeyjar og hringaberar þannig að það verur að fara yfir þetta með mannskapnum.Læt þetta duga í bili en segi ykkur betur frá þessu eftir brúðkaup en þangað til vona ég að þið eigið góða helgi.Knús á línuna.... Bride & Groom 

 








« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ertu ekki að grínast ?? Er Vigdís að fara að gifta sig ??? Vá, ég var að passa hana þegar hún var lítil...... og ég er ekki einu sinni gift

Innilega til hamingju með hana.

Linda litla, 8.8.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég óska þér til hamingju með dótturina, og til hamingju með tengdasoninn.  Vonandi gengur allt vel á laugardaginn

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.8.2008 kl. 01:04

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Gaman, gaman

Ég vona að þið eigið öll góða og hamingjusama helgi

Sporðdrekinn, 8.8.2008 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband