Dagurinn í dag...

....og í gær fóru að mestu í þrif og sultugerð.

Jájá...Sultugerð sagði ég.....Það var að vísu ekki gert fyrr en í gær og langtum meira en til stóð.Ég fór og náði mér í minn vanalega skammt af rifsberjum og fékk út úr því 12 L af rifsberjahlaupi..já,ég meina það....ekkert lítið það.Hef yfirleitt verið að fá svona 7-8 L en núna eru berin svo svakaleg að þetta var afraksturinn.Verð ábyggilega næstu þrjú árin að éta þetta ef ég gef ekki eitthvað af þessu.Svo var auðvitað þetta venjulega,þrif og þvottar sem eru auðvitað alveg endalausir með þessa litlu grísi sína sem alltaf eru skítugir.Það er svo skrítið að svo kemur vinnuvikan og svona um miðja viku er maður farin að hlakka til helgarinnar og von að geta aðeins slakað á en svo er maður alltaf á haus,alveg sama hvaða dagur er.Maður getur nú stundum orðið dáldið leiður á þessu úff...kannski ég ætti bara að fara koma mér í bælið að sofa,sennilega er þetta bara þreyturöfl sem lagast eftir góðan nætursvefn.Yngstu stubbuna mína varð ég að fara með til vaktlæknis um helgina en hún kvartaði svo yfir eyranu á sér enda kom það á daginn að hún var komin með bullandi eyrnabólgu og sýkingu í annað eyrað.Fékk auðvitað tilheyrandi sýklalyf við því og ég hafi að koma fyrsta skammtinum í hana með herkjum en í morgun þegar hún átti að taka skammt númer tvö þá ældi hún því henni fannst mixtúra svo ógeðslega vond og það er ekki nokkur leið að fá hana til að taka hana inn með nokkru móti,þannig að núna er það þannig að þessi litla 3.ára ráðskona lætur sig freka hafa það að vera illt í eyranu en að að taka meðalið sem læknar það,alveg ótrúlega þver og þrjósk ung dama,þannig að morgun verð ég sennilega að tala aftur við lækninn og fá einhverja aðra mixtúru fyrir ungfrúna sem er betri á bragðið og henni er þóknanleg.Jæja,það er rétt að hætta þessu tuði í bili en hafið það gott elskurnar og verið góð hvort við annað.Bestu kveðjur frá Hellu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Vonandi færðu eitthvað bragðbetra henda henni á morgun. Það er alveg ómögulegt fyrir stelpuangann að vera svona slæm í eyrunum.

Ef að ég hefði vitað af þessari sultugerð þinni, þá hefði ég örugglega laumast til þín og stungið undan eins og einni krukku.

Bestu kveðjur til þín og þinna Lóa mín.

Linda litla, 8.9.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband