Rólegur dagur.....

.....í dag......

En dagurinn byrjaði ansi snemma hér á bæ eða kl 5:30 í morgun (þetta er sko ekkert djók) með því að sú yngsta vaknaði alveg blýspert og stuttu seinna önnur tvíbban þannig að pabbinn skrönglaðist á lappir með þeim og eðlilega ekkert rífandi sæll með þetta uppátæki dætra sinna enda laugardagsmorgun og það hefði nú alveg verið vel þegið að fá að kúra allavega klukkutíma í viðbót.Ég og hin tvíbban kúrðum aðeins lengur en auðvitað vaknaði hún hálftíma seinna þannig að kl 6:30 var allt komið á blússandi snúning hér á heimilinu nema sú gamla,hún fékk að kúra áfram og ég lúrði til kl 9 sem er nú bara að sofa út hérna megin...hehe....Svo var Íþróttaskóli kl 10 og Fjölskyldu og barna stund í safnaðarheimilinu kl 11 og á þetta fóru þær allt með pabba sínum en mér láðist nú að spyrja hann hvort hann hefði nokkuð dottað yfir einhverju af þessu enda dagurinn hér um bil hálfnaður um hádegi hjá þeim.....hehe......Eftir hádegismatinn skruppu tvíbburnar með ömmu sinni heim til hennar og sú yngsta skrapp í heimsókn til vinkonu sinnar í næsta hús í smá stund svo það var hægt að ná sér í smá kríu á meðan,það var ágætt.Mannskapurinn er nú að verða frekar framlágur í þessum töluðu orðum en það er verið að horfa á hinn sí vinsæla Latabæ svo ætli að það sé ekki rétt að fara að finna náttfötin og bursta tennur.Svo er nóg á morgun líka,1 stk skírn á litlum frænda og svo á frúin sjálf afmæli....jeje....ekkert merkilegt svo sem,eitthvað 40+ ...huhumm.Hafið það gott um helgina.Knús á alla.....

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með afmælið, ég fékk að sofa til 11 á laugardagsmorguninn.  Sem er náttúrulega kraftaverk. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.10.2008 kl. 02:06

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Til hamingju með daginn í dag

Guðrún Þorleifs, 5.10.2008 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband