Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Það er gott að hafa....

.....ráð undir rifi hverju.

Dag einn fór maður nokkur út í garðinn sinn og sá að það var górilla uppi
í einu af trjánum hans. Hann stökk strax inn aftur og hringdi í
dýragarðinn. Dýragarðsmenn lofuðu að senda strax górillusérfræðing á
staðinn.
Stuttu seinna kom maður á staðinn á gömlum pallbíl. Hann kom út með stórt
prik, handjárn og haglabyssu. Á eftir honum kom mjög illilegur hundur.
"Hvað á þetta nú að þýða?" spurði húseigandinn.
"Ert þú ekki sá sem er með górillu uppi í tré?" var svarið.
"Jú, en til hvers er allt þetta dót?"
"Sko... Ég klifra upp í tréð með þetta prik. Ég pota því í apann þangað
til hann dettur niður úr trénu. Þegar hann gerir það stekkur hundurinn til
og bítur hann í eistun. Þegar apinn krossleggur handleggina til að verja
sig, þá setur þú handjárnin á hann og þar með höfum við náð í górillu."
"Allt í lagi, en til hvers er haglabyssan?"
"Já, sko... hún er til staðar ef ég dett úr trénu fyrst. SKJÓTTU ÞÁ
HELVÍTIS HUNDINN ! !"

Viðvörun á vínflöskur....

 Electric 

Nú er verið að hanna viðvörunarmerki í Bandaríkjunum til að setja á áfengisflöskur. Ljósrit af því fór á flakk, svo hér
má sjá sýnishorn af því sem Bandaríkjamenn ætla hugsanlega að setja á allar vínflöskur:

1) Þú átt á hættu að dansa eins og fífl ef þú drekkur úr þessari flösku.

2) Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú segir sömu leiðinlegu söguna aftur og aftur, þar til vini þína langar
mest til að berja þig.

3) Neysla áfengis getur orðið til þess að þú "þegir þlutina þvona".

4) Neysla áfengis getur komið þeirri ranghugmynd inn hjá þér að fyrrverandi elskhugar þrái að heyra í þér klukkan
fjögur að morgni.

5) Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú hafir ekki hugmynd um hvar nærbuxurnar þínar eru niðurkomnar.

6) Neysla áfengis getur orðið til þess að þegar þú opnar augun morguninn eftir sjáirðu eitthvað sem vekur þér ótta
(eitthvað, sem þú getur ómögulega munað hvað heitir).

7) Neysla áfengis getur valdið því að þú teljir þig miklu laglegri, og gáfaðri en þú ert, sem getur leitt til óteljandi vandræða

 






Þetta er allavega hugmynd...!!!!!

Sölumaður fyrirtækis var að gera markaðskönnun fyrir vinsæla vöru sem þeir voru að selja, Vaselín. Ung kona svarar í símann: "Góðan dag," segir maðurinn, "ég er að gera könnun fyrir fyrirtækið. Kannist þér við vöru sem við seljum og kallast Vaselín?" "Já, ég kannast við það," segir konan, "ég og maðurinn minn notum það við kynlíf." Sölumaðurinn var alveg hissa: "Flestir sem ég hringi í segjast nota það til að smyrja keðjur, laga varaþurrk eða til að setja á sár. En allir vita að það er nær eingöngu notað við kynlíf, en enginn þorir að viðurkenna það..." "Já, við smyrjum því á hurðarhúninn á hjónaherberginu, svo krakkarnir komist ekki inn..."

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband