Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Einn góður svona af því að það snýst......

......allt um brúðkaup hjá mér......

50 ára brúðkaupsafmælið

Það var á 50 ára brúðkaupsafmælinu, gömlu hjónin ákveða að endurlífga ástina og njóta ásta eins og í gamla daga.  Því miður gekk þetta ekki sem skildi, en kallinn dó ekki ráðalaus. Hann batt því reglustiku um liminn og skellti inn.  Þá heyrist annar eggjastokkurinn segja við hinn: “Ýmislegt hefur á daga mína drifið, en aldrei hafa þeir áður komið á líkbörum”.


Mynd af....

....verðandi Brúðhjónum...InLove100_3932

Flottu krakkarnir mínir.

 Big Hug

 






BrideGroom


Og nú er.....

annasöm helgi framundan.....

Já,nú er að koma að því maður verði lögleg tengdamamma þá getur maður loksins farið að sýna sitt rétta andlit þegar maður á orðið löglegan tengdason....hehe....nei ég er auðvitað fíflast nú er komið að því að frumburðurinn minn gengur í hjónaband en er á laugardaginn 09.08.08 kl 17.Það er auðvitað búinn að vera dálítill undir búningur fyrir það en annars hafa þau sjálf séð um allt skipulag og pælingar.Við verðandi "Tengdamæður "höfum verið að dunda okkur svolítið við bakstur þessa vikuna og ætlum við að gera terturnar klárar á morgun.Ég ætla að fara í fyrramálið og láta lappa svolítið upp á andlitið á mér,láta rífa af mér vörturnar og veiðihárin og sjá svona hvort ég verð ekki aðeins skárri útlit í framan.Svo er æfing í kirkjunni á morgun líka en stelpurnar eiga að vera brúðarmeyjar og hringaberar þannig að það verur að fara yfir þetta með mannskapnum.Læt þetta duga í bili en segi ykkur betur frá þessu eftir brúðkaup en þangað til vona ég að þið eigið góða helgi.Knús á línuna.... Bride & Groom 

 








Jæja...nú er.....

.....framhald..........

AflinnJá,einhver hafði orð á því við mig að hann vildi sjá aflann og hér er hann,alveg vel ætilegur ekki spurning.Þorskur,ufsi og ýsa.Við vorum alveg ankoti efnileg við þetta í aðgerðinni eins og þið sjáið.Systur með fisk

Annars fannst mér þessi nú bestur en hann var á milli 10-11 kg100_5966,ekkert smá flikki....en flottur.

Stelpurnar voru alsælar að pjakkast í þessu með okkur eins og sést.Ég ætla að reyna að fara aftur að ári og vera lengur en þrjá daga,það er bara allt of stutt til að stoppa.

 

 


Komin heim aftur....

100_5668Jæja,þá er maður komin heim aftur úr yndislegu ferðalagi norður á Strandir eða nánar tiltekið á Gjögur í Árneshrepp.Alltaf finnst mér jafn notalegt að koma þangað og hitta fólkið mitt.Myndin hérna til hliðar er af Tvíbura stelpunum okkar þeim Svandísi og Jónu en við stöldruðum við á Hólmavík til að leifa mannskapnum að teygja aðeins úr sér.Anna Lísa

Eins og sést á myndunum þá var þvílík kátína að losna úr bílnum enda var lítið mál að renna síðustu 85 km þó vegurinn væri dálítið hlykkjóttur.Annars fór Veiðileysuhálsinn hálf illa í Önnu garminn og það varð gos í Reykjafirði...(100_5952oojjj)..en það bjargaðist allt saman,fötin og draslið var bara skolað upp úr sjó...og nei..hehe..Anna slapp við að vera skoðuð upp úr sjó en hún varð eins og ný sleginn túskildingur eftir að vera búin að æla öllu sem hún gat nema innyflunum.Annars vorum við frekar óheppin með veður þessa daga sem við vorum,frekar kalt og ýmist rigning eða úði og leiðinda rok.Mér tókst nú samt að væla það út hjá honum frænda mínum elskulegum að fara með mig fram á sjó.Það var auðvitað alveg toppurinn á ferðinni fyrir mig.Það er fátt sem ég veit skemmtilegra en að komast á skak.Þó að það væri belgings rok þá veiddum við nú alveg slatta sem duga mér vel fram á veturinn.Frúin sjálf...GjögurSegi ykkur meira seinna og set inn fleiri myndir.Hafið það gott gullin mín.Knús á línuna.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband